ef að hann er nýlega byrjaður á þessu þá er mjög líklegt að það hafi lekið úr öðru dekkinu hjá þér að framan (litlar líkur að aftan, en sakar ekki að athuga líka)
ef að það er nýlega búið að springa hjá þér dekk að framan þá er möguleiki á því að varadekkið sé aðeins minna eða stærra en hitt, þá er bara málið að fá sér tvö samstæð dekk (gott að nota afturdekkin ef að þú ert á framdrifs bíl)
ef að þú hefur keyrt nýlega á kannt þá er möguleiki á skekkju í stýrisbúnaði, þá þarftu að láta athuga það, gæti verið nóg að hjólastilla bílinn en gæti jafnvel þurft að skipta um eitthvað
ballansering hefur nákvæmlega engin áhrif á þetta svo þú skalt ekki vera að eyða pening í hana, nema náttúrulega ef að óeðlilegur víbringur er í bílnum, það er nánast örugglega sökum skorts á ballanseringu
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“