Hehe….tryggingafélagið hans Grist neitaði að framlengja líftrygginguna hans ;)
Nei, málið er það að við erum að horfa á svipaða stöðu og í enda árs 1996 þegar McRae mistókst að verja heimsmeistaratitil sinn. Einhverjum varð að kenna um og niðurstaðan varð að þáverandi co-driver fékk að fjúka og Grist var ráðinn í staðinn. Hann átti að reyna að tjúnna villtan aksturstíl McRae aðeins niður enda McRae þekktur fyrir flest annað en að hlífa bílum sínum.
Nú er sama staða komin upp. Hverjum á að kenna um að titlinum var ekki landað í ár? Líklegast að það verði greyið Grist, sem er reyndar að mínu mati einn af bestu co-driverunum í bransanum í dag, en það má vel vera að hann virki ekki vel með McRae. Alla vega hafa þeir ekki náð að vinna einn einasta titil á þessum 5 árum sem þeir hafa keyrt saman.