Ég man það að fyrir nokkrum árum las ég að rallýökumenn sem keppa í heimsmeistarakeppninni ákváðu á einhverjum fundi að láta atvik sem þetta ekki stöðva sig né keppnina. Það er mjög misjafnt eftir löndum hvað áhorfendur standa nálægt veginum, t.d. er Portúgal frægt fyrir hve áhorfendur fá að vera nálægt, og það er víst mikið sport hjá portúgölum að reyna að snerta bílana þegar þeir koma framhjá og hafa meira að segja nokkrir drepist við þá iðju.
Persónulega hef ég aldrei skilið fólk sem stendur kannski utan á háhraða beygju í svona keppnum, ég meina hve vitlaust getur þetta fólk verið? en allavega, þá hef ég enga samúð með því fólki sem lendir í þessu, að standa við veg þar sem bílar eru að aka á 200km+, malarvegi, hálku og hvað eina þá er bara heilbrigð skynsemi að standa það vel frá að maður sé ekki í hættu…
ég man eftir einu atviki sem ég sá á Eurosport fyrir nokkrum árum þar sem haugur af fólki stóð utan við beygju þegar einn rallíbíllinn valt út úr beygjunni og beint ofan á einn áhorfandan, og það fyrsta sem mér kom í hug þegar ég sá þetta var “maðurinn er fífl að standa þarna?”<br><br>“Facts are stubborn things”