Hann kostaði 390.000, átti að kosta 640.000 en það var einhver útsala í gangi…
Bætt við 15. ágúst 2007 - 09:20 Eða ertu kannski að tala um spindilinn? :) Hehe kjáninn ég…ef þú ert að tala um hann þá kostaði hann um 3.000 krónur, fékk hann á einhverjum afslætti því að fyrirtæki pabba míns er með reikning hjá Bílanaust.
Abbabb babb. Spindill kostar ekki skitinn 3 þúsund kall. Spindill er á svona 150 kall vel sloppið. Þú ert að tala um spindilkúluna. Ótrúlegt hvað fólk vill rugla þessum hlutum saman.
Fólk kemur oft þar sem ég vinn og segir “Hey það er ónýtur spindill í bílnum mínum, hvað kostar nýr?” og maður svarar með glotti “170 þúsund, get samt gefið þér einhvern afslátt” þá þarf fólk yfirleitt áfallahjálp. Það er stundum gaman að vera leiðinlegur, en ég svara fólki bara um það sem það biður um.
Só sorry, veit ekki mikið um bíla en ég hef bara skrifað vitlaust. Veit að þetta er spindilkúla, enda stendur það í titlinum á korknum og í korknum sjálfum!
þú ættir bara að hætta að rugla fólk með endalausri steypu um hluti sem þú veist lítið sem ekkert um. spindill á 150 þús er bara kjaftæði nema kannski í þessar þýsku drossíur sem eru kannski það eina sem þú sérð?
Þú segir mér ekkert hvað ég veit og hvað ég veit ekki. Ef þú ætlar að gagnrýna mig eitthvað meira getur þú alveg eins sent mér einkapóst. Vert þú bara sjálfur viss um að þú vitir sjálfur lengra en nefið þitt nær.
Ég var að enda við að fara með minn bíl í skoðun og þarf að láta skipta um efri spindilkúlu h/m að framan.. Veit einhver hvað það myndi kostar svona sirka?
Bætt við 15. ágúst 2007 - 18:27 btw.. tegund bílsins er Honda Civic Sedan 98"
Fékk kúluna + viðgerðina á 13Þús, tel það vera vel sloppið þar sem Bernhard áttu ekki kúluna, bara allt draslið sem kostaði 18þús og viðgerðin hjá þeim á þessu átti að kosta 15þús svo 13þús í stað 33þús er nokkuð vel sloppið! :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..