club4ag.com er með myndum og upplýsingum, stór klúbbur.
Bíllinn er með 4age 1600cc vél, þeirri sömu og í '88 gti, 124hö.
Læst afturhjóladrif, 955kg, og svalasta innrétting í heimi :)
Ofboðslega skemmtilegur bíll, og frægur fyrir það útí heimi. Mjög eftirsóttur. Þessir bílar voru gerðir til þess að slæda!
Minn er alveg einstaklega vel með farinn og lítið ekinn. Innréttingin er eins og ný, og lakkið í frábæru standi, fyrir utan ryð á topplúguhleranum.
Ég er með American Racing krómfelgur undir honum núna, en ætla líklegast að hafa orginal felgurnar undir í vetur. Fínpússa krómið fyrir sumarið.
Svo er á dagskrá sérsmíðað púst og Green loftsía, plús eitthvað gotterí :)