Nohh það er bara svona! Ég hef heyrt að þetta séu mjög áreiðanlegir bílar. Ódýrir varahlutir og endast og endast… En hvað veit maður
Vinur þinn hefur kannski lent á lélegu eintaki? Ég man að ég átti einusinni Corollu, sem ég keypti af því þetta áttu að vera svo góðir bílar, en druslan gerði ekkert nema bila. Það var lélegt eintak.
Ódýrir A til B bílar.. Einfaldir bílar sem bila ekkert meira en eðlilegt viðhald. Ef ekkert annað en að bíllinn sé ódýr skiptir máli þá getur þetta verið ágætis kaup, get ekki séð fleiri kosti við þá.
Fer eftir hvernig eintaki þú lendir á.. Ég er búinn að eiga nokkra bíla, sá sem bilaði lang mest var Toyota Corolla :) vikulega bilaði eitthvað. Þær eru nú ekki þekktar fyrir að vera bilanatíku
Þá hefur mín fjölskylda greinilega fengið mjög góð eintök af þessum bíl. Amma átti einn og það eina sem bilaði í honum var rúðuþurkumótorinn að aftan. Við eigum hann núna og ekkert að honum. Frændi minn er búinn að eiga sinn síðan hann var nýr og ekkert vesen er búið að vera á honum. Pabbi hefur líka verið mikið í kringum þessa bíla og hann hefur ekkert slæmt um þá að segja, ódýrir varahlutir og ef eitthvað bilar er ekkert mál að laga það.
Pabbi líka og bróðir hans, búnir að vera í þessu frekar lengi. Ég er ekkert að efast um að þessir bílar bili, enda undir VW. En þeir sem við höfum verið í kringum hafa ekkert verið mikið vesen.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..