Jæja ég var s.s. að fá mér bíl með honum pabba mínum. Ég er búinn með allt nema verklega prófið í ökunáminu þannig að pabbi og mamma eru ekkert sérstaklega ánægð með að ég fari með vini mínum sem er með bílpróf á rúntinn… Sérstaklega þegar þau eru ekki heima. Þau eru núna í burtu í 10 daga og við fórum á smá rúnt áðan.
Við fórum á malarplan rétt hjá smáralind til þess að leika okkur eitthvað og allt í lagi með það, nema þegar við fórum útaf því. Þá spóluðum við óvart smávegis á steinum sem voru á malbikinu sem leiðir að þessu malarplani. Svo keyrðum við bara áfram heim en heyrðum alltaf einhvern slátt aftur í vinstramegin. Við tjékkuðum á því hvað í andskotanum þetta var og þá var dekkið allt slitið í ræmur eftir þetta litla spól sem var óvart. Við keyrðum á 20 km/klst alla leið heim útaf hræðslu við að dekkið myndi springa.
Þar sem þessar ræmur eru slitnar er það alveg komið niður í strigann á dekkinu. Ég veit að dekkið var hættulega slitið áður en þetta gerðist en það er samt að hluta til okkur vini mínum að kenna að þetta gerðist vegna þess að við stálumst á rúntinn á honum. Pabbi mun ábyggilega brjálast þegar hann fréttir þetta en í rauninni var það bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast.
Er dekkið þá ónýtt? Er ekki hægt að keyra á því ef ég bara klippi þessa strimla af?
Þetta er alveg hrikalegt mál og það er ekkert víst að ég verði á lífi eftir að pabbi og mamma koma heim. :D
Plís komið með ráð, ég veit ekki alveg hvað gera skal, er bara að spá í að segja þeim sannleikann en mér líður samt hálfilla yfir þessu öllu saman. Svona dekk geta nú ekki verið ódýr vegna þess að þetta er low-profile dekk sem er sjúklega breitt.
Vona að þið komið með góð ráð, kv. Sindri.