Ok ég ætla að reyna að svara þér smá.
Watt er mælieining á afl. Watt er svo margfeldi straums og spennu í rafmagni. Það er 1 Amper af straumi, við 1 Volta spennu, gefur 1 Watt.
Þetta geturðu svo nýtt þér til að reikna út hvað þú þarft öflugt rafkerfi fyrir magnarann þinn. Þar sem bílarafmagn er almennt 12V, þá þarftu t.d. 10A til að keyra 120W magnara.
Þéttir virkar svipað og rafhlaða, nema að þéttar hafa hraðara viðbragð. Þéttar eru notaðir í ýmislegt, en kraftþéttar eru notaðir til að taka högg af rafkerfum, þegar það er verið keyra mikinn bassa.
Það er að segja, þegar magnarinn keyrir bassann snöggt i botn, þá tekur magnarinn mikinn straum í stuttann tíma, þá kemur þéttirinn inn, og gefur magnaranum auka straum í smá tíma. Annars kæmi hik, þar sem það tekur tíma fyrir strauminn að koma frá bílgeyminum.
Varðandi hvort þú þurfir auka geymi, þá fer það eftir því hversu öflugur rafallinn (alternatorinn), og rafgeymirinn er fyrir í bílnum, hvenær þú þarft að fara bæta við.
Ég vona að þetta hjálpi þér aðeins.
Kveðja habe.