Við skötuhjúin erum í bílahugleiðingum. Við viljum ekki bíl sem er eldri en 2004 og helst bíl sem er öruggur og góður, engan mánudagsbíl takk.
Því segi ég að við ættum að kaupa nýjan bíl, með ábyrgð og alles því þeir virðast ekkert vera það mikið dýrari. Gaurinn er ekki alveg sammála.
Hvað mynduð þið mæla með?
Til leiðbeininga þá gætum við lagt út 400-500 þúsund kall í afborgun og svo rest á lánum.
Ef við myndum kaupa notaðan, væri þá ekki skynsamlegra að kaupa af umboðunum? Hvað með ástandsskoðun, er það eitthvað sem maður ætti að pæla í? Hvað kostar slíkt?
Just ask yourself: WWCD!