WRC áhugamál er ágætis hugmynd hjá þér. Hinsvegar held ég að það myndi ekki vera samþykkt sem sér áhugamál hér á Huga þar sem að það eru aðeins að detta inn WRC greinar hér á ca 1-2 mánaða fresti sem er miklu minna heldur en td á Formula 1 áhugamálinu. Það get ég ómögulega skrifað undir að séu mjög fjölmennar innsendingar. Flestar ef ekki allar WRC greinar hafa merktar með annaðhvort WRC, rally eða rall í headernum og á því ekki að vera mjög flókið mál að forðast þær greinar ef mönnum finnast þær leiðinlegar.
Það væri hinsvegar alveg athugandi að láta setja upp sér kork hér inn á bílaáhugamálinu svona eins og gert var fyrir aksturhermana ef að WRC póstar inn á bílakorkinn fara almennt í taugarnar á mönnum.
Ég skil hinsvegar ekki alveg afhverju það er verið að stilla okkur umsjónamönnum hér upp sem einhverju vondum köllum sem þurrki allt efni út sem okkur líki ekki. Sjálfur hef ég einungis þurrkað út pósta sem hafa verið tvípóstaðir hér inn en annað hefur ekki þurft að þurrka héðan út enda hefur umræðan hér undanfarna mánuði verið, að mínu mati, mjög skemmtileg og málefnaleg og stemmningslevelið almennt verið mjög hátt.
KITT
Umsjónamaður bílaáhugamálsins