Ég er ekkert búinn að breyta mínum neitt sérstaklega, enda ekkert sem ég er að pæla í. Ætla að gera það þegar ég er kominn með almennilegan bíl til að breyta.
Ég á Skoda Favorit með grútmáttlausri 1300cc vél. Ekkert sérstakur bíll svosem en hefur smá character, enda búinn að vera í fjölskylduni mjög lengi. Aldrei neitt hrjáð bílinn annað en ryð, og mikið af ryði.
Ég og pabbi gerðum hann upp saman, allt ryð tekið og málaður allur uppá nýtt. Fékk hann gefins frá Mömmu og Pabba svo að ég þurfti ekkert að borga, einnig borgaði ég ekkert fyrir málunina eða vinnu þarsem ég gerði hana sjálfur með pabba, en hann er einmitt bílamálari.
Mesta sem ég er búinn að eyða í bílinn er 10þ kalli fyrir 14'' Ronal felgum sem fara undir hann bráðlega, en vantar samt útvarp þar sem mitt er ónýtt.
Auðvitað dreymir mig um að setja einhvern almennilegan mótor,gírkassa,bremsur og fjöðrun í bílinn, en það verður auðvitað ekkert annað en draumur. Væri alveg til í svona 100 - 150hp í viðbót, enda væri það frekar töff í svona léttan bíl. Hvernig ætli Hondu guttarnir myndu líta út þegar gamall Skoda Favorit skýst framúr þeim?
Úti hafa þeir verið að troða ofan í þessa bíla gömlum Golf GTI mótorum eða Polo 16V mótorum með ágætis árangri. Væri svosem alveg til í að prófa það, en held ég haldi mig bara við það að stefna á að kaupa nýjan flottan og öflugan bíl.
En hver veit, kannski á einhver síðhærður lítill strákur að taka framúr einhverjum af ykkur á gömlum Skoda Favorit.