Þetta hefur legið í loftinu undanfarnar vikur en það sem gerði útslagið var að Freddy Loix var látinn fara frá liðinu fyrir skömmu en tengsl Loix og Marlboro hafa verið mjög sterk.
Marlboro kemur þó ekki til með að fylgja Loix yfir til Hyundai heldur stendur Marlboro nú í samningsviðræðum við Subaru um að gerast aðalsponor hjá þeim á næsta ári. Það þýðir mjög líklega að hinn frægi 555 blái litur ásamt gylltum felgum muni heyra sögunni til á WRC bílum Subaru og í staðinn verði tekinn upp rauður litur og hvítar felgur. Annar möguleiki er að bílarnir verði hvítir með gylltum felgum en mér skilst að það séu einkennislitir Malboro Light.