Hvaða árgerð og hvað ekinn? Smá samantekt um W210:
Hef reynslu af E50 sem er frábær bíll á alla vegu.
M114 mótorinn skilar ögn meiru en M119 sem er í E50, munar samt ekki nema 3 eða 4 hestöflum.
Reyndar hafa ansi margir svona bílar verið á verkstæðinu í Ræsi, mótorskipti og drif.
Það sem ég hef heyrt af M114 er það að stimplarnir ganga útúr blokkinni á þeim. Það segir sig sjálft að það er bara þursaskapur. Skipitingarnar eru sagðar risky í kringum 100 þúsund kílómetrana, en það er eins og annað, ef það er farið vel með hlutina eiga þær að hanga 200 þúsundunum lengur…
Drifin eru risky líka segja E55 menn. Það á sér að sjálfsögðu skýringu sem er spól. Þetta eru ekki spólgræjur þó það sé fjári gaman að taka nokkra hringi á þeim! Fyrst og fremst er þetta eðalbíll ekki spólgræja. Spyrnugræja? Já, mögulega, leiktæki? Já, ef þú kannt með það að fara. Ekki bara spóla í hringi á sama stað, heldur leika sér að eiginleikum bílsins.
Mitt álit á þessum bíl er þetta:
Hörkugræja sem þarf sömu meðferð og hver annar bíll og það má alls ekki misþyrma honum frekar en einhverjum öðrum. Þetta er óargardýr í sparifötum. Hann er þetta brjálaða tæki þegar þú stígur pinnnann í botn og svo þegar þú slakar á og nýtur BOSE hljómkerfisins á götum borgarinnar ertu með einn mesta eðalbíl tíunda áratugarins.