Er forvitinn að vita hvort einhver af ykkur hugurum hafi prófað þetta V-Power eldsneyti, og hvort þetta hafi virkilega einhver áhrif ? Hlýtur að vera einhver ástæða fyrir verðinu ;)
ég notaði þetta í smá tíma á bílinn minn og eini munurinn sem ég fann er mér fannst hann vera ÖRLÍTIÐ sprækari og svo lika þegar ég var að taka vélina i gegn var næstum ekkert sót í henni
Lítill tilgangur i þessu nema á turbo bílum. Ef ykkur finnst 1000cc yarisinn ykkar eitthvað sprækari með þetta bensin þá er það bara útaf þið haldið það…
Ekki bara turbo bílum, einnig bílum með háa þjöppu, bíllinn minn er með 11,1:1 og er mælt með að ég noti 98+.
Ef maður notar venjulegt 95 okt á bíl með háa þjöppu er hætta á að bensínið springi áður en kveikt er í því, eða því hærri okt tala því meira er hægt að þjappa bensínið áður en það verður sjálfíkveikja vegna þjöppunar.
ég tek bara þetta venjulega bensínstöðva bensín;) maður prófar kannski að kaupa v-power næst þegar maður fer í bæinn eða eitthvað, ekki selt v-power það sem ég á heima:(
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..