Þetta er örugglega ágætis bíll. Ég myndi samt skoða það að finna aðeins nýrri bíl því innréttingin í þeim er mikið skemmtilegri (hef átt bæði ‘96 og ’98)
Mín reynsla af báðum þeim bílum, sem voru að vísu 2.0 4x4, er að kúplingin er búin í kringum 150 þúsund kílómetrana þannig að það er eitthvað sem vert er að athuga. Innri öxulhosan á hægri framöxlinum eldist líka illa þar sem hún er leiðinlega nálægt pústinu en það er ekkert við því að gera nema skipta um hana þegar það fara að sjást sprungur en það er tiltölulega auðvelt og mjög ódýrt verk.
Ég blæs hinsvegar á allt bull um að venjuleg Impreza sé leiðinlegur bíll. Nú veit ég ekkert um hvernig 1600 mótorinn er, en 2.0 mótorinn er þokkalega hress svo ekki sé meira sagt, tog á lágsnúning er gríðarlegt sem gerir bílinn mjög þægilegan innanbæjar og sömuleiðis sparkast hann alveg þokkalega áfram á hærri snúning. Eyðslan var að vísu í hærra lagi, eða frá 10 og allt upp í 14 eftir veðri og aksturslagi sem vel á minnst er yfirleitt þannig hjá mér að það er heldur sjaldan slegið af. Þessar Imprezur gjörsamlega steinliggja í beygjum og mér finnst í alla staði mjög skemmtilegt að keyra þessa bíla, en það verður að taka tillit til þess að þetta er bara fólksbíll og að bera þetta saman við sportbíl er bara gjörsamlega út í hött. Ég er hins vegar ekki í nokkrum vafa um að það finnst ekki skemmtilegri bíll í þessum flokki (þá á ég við 2.0)