Ef ég skil þetta rétt. Þá stöðvaði bifreið eitt, til að hleypa umferð sem á forgang út úr hringtorginu. Til að geta svo haldið áfram á sinni akrein. En til að geta það, þá þarf bíll eitt sem sagt að þvera akrein.
Það er rétt að samkvæmt umferðarlögunum, þá á bíll eitt , að gefa stefnuljós við þessar aðstæður. Það breytir því ekki, að ökumaður bifreiðar tvö, hefur ríkari skyldu, til að geta stöðvað örugglega, á þeirri vegalengd, sem hann sér auða og hindrunarlausa.
Loka niðurstaðan er því sú, að ökumaður tvö er í órétti, þar sem viðkomandi keyrir aftan á bifreið, sem er kyrrstæð.
Ef bíll eitt hefði hins vegar verið nýkominn inn á akreinina, svo sem af aðrein, þá hefði málið getað litið öðruvísi út. Þar sem þá er möguleiki á að bíll eitt hefði farið inn á svæði, sem bílstjóri hefði annars notað til að stöðva sig á. En við svoleiðis aðstæður, þá mæli ég með að fólk kalli til lögreglu, til að taka skýrslu.
Kveðja habe.