mér finnst fyndið að lesa þetta þegar vinir mínir, hin miklu borgarbörn, heyra minnst á að keyra úti á þjóðvegum fá þeir hroll, halda að það sé svo erfitt, ég reyndar er svo spes að ég nenni aldrei að keyra í bænum í umferð, ef ég ætla að vera að rúnta á þeim tíma fer ég bara á þingvelli eða eitthvað.
en já, ökukennarinn talaði einmitt um þetta að þeir sem byggju í sveitunum væru mikið að fara á móti umferð þar sem tvær akreinar eru í sömu stefnu. en þetta er svo sem lítið mál að læra, farðu bara einhverntíman með vini eða foreldrum og láttu þau keyra með þig í mikilli umferð og puntkaðu allt í hausinn á þér og SPURÐU þó að það gæti verið fáránlegar spurningar þá skaltu samt spyrja, (there is no stupid questions, only stupid answears) og fáðu svo að keyra þegar umferðin fer að minnkta og mundu bara eftir þessum punktum sem þú varst að taka.
(ég gerði einmitt þetta hjá pabba mínum eftir að ég tók meiraprófið, það er að fara með honum hálfan dag og spyrja, fylgjast með hvernig hann gerði og svona þar sem ég er að fara að byrja að vinna á vörubíl í næstu viku)
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“