Þú ert alveg á röngum slóðum ef þú heldur að ég sé ricer.
Það að vilja snyrtilegan bíl (fallegar felgur, filmur, hreinn og fínn) og að fíla rice (GTi merki, límmiðar, bodykit, 1200cc vél með lélegu CAI, götuð púst og neon) er ekki það sama.
Golfinn minn t.d. er filmaður, með ágætis felgum og orginal boddípörtum, hann er með púst sem er nánast orginal (skipt um púst sökum aldurs), hann er ekki lækkaður og það er ekki neon eða lélegt xenon kit í honum.
Mig langar samt í VW/Audi 1.8T (sem passar beint í) og halda orginal 1400cc lúkkinu. Það kallast sleeper ekki rice.
Húddskóp og þakskóp sem ekki virka eru rice.
STI spoiler, STI kastarahlífar og STI merki á 1600cc Imprezu er rice.
4“ endakútur á bíl með 1.75” pústkerfi er rice.
Type-R, GTi, GT-R, GTS, GTO merki á bíl sem er ekkert slíkt er rice.
Bíll með carbon fiber límmiðum er rice.
Bíll sem er lækkaður með því að klippa gormana er rice.
Bíll með öfluga vél, turbo, nitro, alvöru pústkerfi með háflæði hljóðkútum og hvarfakútum og CAI sem dregur ekki loft innan úr húddinu er ekki rice.
Húddskóp sem kæla millikæla og fæða loftinntök og hleypa út hita eru ekki rice.
Fjöðrun sem búið er að stífa af og lækka með cupkit eða coilover er ekki endilega rice, en getur verið það.
Þetta eru breytingar sem skila afli og/eða gera bílinn stöðugri og rásfastari, slíkt er ekki rice.
Rice felur í sér að láta bílinn virðast öflugri og meira “high performance” en hann er.
Sleeper er að láta bílinn virðast aflminni og lélegri en hann er (sumir ganga svo langt að láta þá ryðga.
Svo eru sumir sem eru á öflugum bílum sem hafa alveg efni á því að hafa hátt og vera flashy, hafa nokkurs konar “bite to match the bark” sem 1400 Civic t.d. hefur ekki.
“Og hana nú” sagði graða hænan.