leiðin sem ég fór í þessu var svona:
Ár 1: Enginn bíll, fékk lánaðann hjá mömmu og pabba um helgar þegar ég kíkti á rúntinn og svo einstaka sinnum yfir daginn ef ég þurfti eitthvað að skjótast.
Ár 2: Keypti mér ódýrann MMC Carisma, 500 þúsund. Ekkert ódýrasti bíllinn í rekstri, en slapp ágætlega til, kenndi mér margt um það hvernig það er að reka bíl.
Ár 3: Þetta ár er að hefjast núna og hyggst ég núna bráðlega eða í sumar fjárfesta í almennilegum bíl, 2005 Subaru legacy er heitur þessa stundina.
Annars eru góðir byrjendabílar bara þessir týpísku, Toyota corolla, Honda Civic og eitthvað svona. Láttu fyrsta bílinn vera einhvern ódýrann, sem kennir þér grundvallarreglurnar í því að reka bíl og sem þú grenjar ekki úr þér augun yfir þó þú klessir á ;)