Hvernig spilara ertu með?
Ég var að skoða það sama hjá mér.
Það endaði með því að ég keypti ipod hleðslutæki sem ég reif í tætlur og tengdi beint á rafgeymi, þannig get ég hlaðið ipoddinn í bílnum og innvolsið úr hleðslutækinu ver hann fyrir ofhleðslu.
Það eina sem sést er gormasnúra sem kemur úr gati í mælaborðinu í einu hólfinu, ég get svo rennt henni allri inn þannig aðeins tengið sést.
Í gegnum sama gat leiddi ég phono snúru og tengdi hana aftan í spilarann, svo kom hinn endinn með mini jack tengi út við hliðina á hleðslu snúrunni.
Svona er þetta tengt bæði í Golfinum mínum og Hiluxinum.
Svona get ég líka tengt fartölvuna við græjurnar. Gott að geta það í jeppanum, horft á DVD með alvöru soundi og notað allt mp3 safnið án þess að vera með fullt af diskum, gott líka að hafa hana á rúntinum.
Svo eru hljómgæðin mjög léleg með svona FM sendi, með phono snúru eða RCA snúru þá færðu fullkomin gæði úr ipodinum eða tölvunni.
Reyndar langar mig núna að setja tölvu í mælaborðið og vera bara með snertiskjá, er leiður á þessum helvítis snúrum sem þvælast fyrir.
“Og hana nú” sagði graða hænan.