Ef val mitt einskorðaðist við Octavia, þá væri það hiklaust RS, næsta val eflaust diesel því hinir bensínbílarnir finnst mér ekki spennandi, þannig að ég veldi þann sem eyðir minnst án þess að vera saumavél s.s. dísilinn.
Frænka mín keypti sér 1.6 Octavia bensín og hún er þvílíkt óánægð með bílinn. Hún er búin að eiga hann í eitt og hálft ár og hann er búinn að vera samtals í tæpa 2 mánuði á verkstæði! Ég fékk að keyra bílinn hjá henni og ég mæli ekki með þessum bílum af minni reynslu. Margir aðrir bílar sem eru mikið skárri, en ef að ég YRÐI að fá mér Octaviu, þá myndi ég fá mér RS því fjöðrunarkerfið í venjulega er ekkert spes.
Hvers vegna ættirðu að þurfa skipta um gírkassa á 6mán fresti?
Ef maður keyrir þetta eins og maður og er ekki að droppa kúplingunni á 4000-5000rpm á græna ljósinu þá sé ég ekki hvers vegna hún ætti ekki að endast eins og í “venjulegum” (eitthvað óvenjulegt við RS?)
Tjah, var nú að ýkja en bíst við að þeir séu drasl þar sem ég hef aldrei séð 1 árs gamlan RS sem er ekki búið að skipta um gírkassa í, jafnvel þar sem ökumennirnir séu ekkert að reina neitt sérstaklega á þá.
Ef ég myndi fara að kaupa Octaviu þá yrði það pottþétt 1,9 diesel. Myndi kaupa mér hana upp á praktíkina og þessi diesel vél eyðir samasem engu. Svo er líka alveg þokkalegasti kraftur til að koma manni upp brekkur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..