Hvað veistu um það?
Það er bara alltaf þessi stimpill á aðallega BMW og Benz að þeir séu alltaf bilandi, en Toyota bilar bara aldrei.
Well, það er bull!
Ég vinn nú í þessu og ég get sagt þér það að af þeim varahlutum sem ég sel er mest megnis af því bremsuklossar,diskar og ljós. Ákaflega sjaldan sem maður afgreiðir eitthvað stórt eins og mótortölvu, fæðidælur eða því um líkt. Það skeður þó að benzíndælur, mótortölvur og sensorar fari.
Hef það nú frá kunningja mínum í P. Samúelsson að þessar Toyotur sem landinn gerir ekki annað en að dásama sé ótt og títt inni á verkstæði. Bilað! Það fer bara ekki jafn mikið fyrir því.
Ég hef átt minn Benz í ár núna og allt sem ég hef gert fyrir hann er að skipta um olíu á honum og hugsa vel um hann.
Bróðir minn á dýran Benz og eina sem hefur farið í honum er sleðin fyrir topplúguna öðru megin, og það var vegna notkunarleysis, hann stirðnaði upp.
Hinn bróðir minn átti BMW (var að selja hann fyrir viku) gerði aldrei neitt fyrir hann nema skipta um olíu, kerti og einn air flow sensor (reyndar ansk. dýr).
Þú verður að gera þér grein fyrir því að í þessum stóru bílum er mikið um hi tech búnað sem er ekki einu sinni að finna í Toyotum. Það er ekki nema von að það sé borgað meira fyrir BMW en Toyotu. Það gera gæðin.
Og eitt enn. Veistu afhverju bílategundir eins og t.d Benz eru alltaf efstir á bilanatíðni skallanum? Það er vegna þess að (t.d eins og aukabúnaður í nýjum ML jeppa) er að rafmagnslokun á afturhlera er að fara. Svona smá pillerí sem kallar verkstæðiskomu hækkar “bilanatíðnina” hjá Benz um heilann helling. Annað með bíla sem eru með manual miðstöð og handskrúfaðar rúður.