Ég er að huga að því að flytja inn Ford Mustang frá árgerð ‘65 - ’69 og ég er ennþá að velta ýmsum hlutum fyrir mér.
Lagfæringar
Ég kaupi væntanlega bíl sem þarfnast lagfæringar. Hversu mikillar veit ég ekki, en það sem ég er að pæla í er eftirfarandi:
Hversu erfitt er að redda sér litlum hlutum í þessi módel á borð við hliðarspegla, hraðamæla, gírskiptingu, mustang merkið að framan, nýtt grill og eftirfarandi smá hluti sem eru eins og original hlutirnir?
Hvað er gangverðið á bodypaint á allan bílinn?
Hvað kostar að láta “fín-tjúna” vélina og stýribúnaðinn í bílnum?
Er erfitt að laga sjálfur gólf og teppi í bílnum, eða er það dýrt að láta fagmann um verkið?
Innflutingur
Hver er kostnaður við að flytja bílinn inn og ganga frá öllu? Þ.e. innflutningur í gámi, tollur, önnur gjöld og að láta hann á númer?
Ég og pabbi vinnum ábyggilega í bílnum eitthvað sjálfir bara í bílskúrnum í sambandi við ryðbletti og annað smáræði, en ég er hræddur um að redda mér pörtum á borð við nýja hraðamæla og eitthvað til að hafa þetta original.
Plís einhver góð ráð takk fyrir.
Kv. Vikto