Ef það er ofmikil smurolía á vél, þá nær vélin nú venjulega alveg eðlilegum smurþrýstingi (það er þegar það er oflítil smurolía á vélinni, sem hún er ekki að ná nægum smurþrýstingi).
Hins vegar ef það er ofmikil smurolía á vélinni, þá er hætta á að það komi ofmikil smurolía með stimlunum, inn í brunahólfið, sem veldur verri bruna á eldsneyti, og fer illa með vélina. Einnig getur í extreme tilvikum orðið skemmdir á sveifarási (en þá þarf nú að fylla vélina gjörsamlega af smurolíu).
Það þarf hins vegar ekki að hafa stórar áhyggjur af því, þó svo að smurolían, nái örlítið yfir max á kvarðanum.
Kveðja habe