Jæja, núna er það spurningin. Það eru þrír bílar sem vekja áhuga minn eins og er .. maður er alltaf að pæla! Reyndar sé ég fram á svona 1,5-2 ár þangað til einn þeirra verður minn en það er svo annað mál, ætti ekkert að verða óendanlega lengi að líða.

En ég vildi vita hvað þið hefðuð að segja um neðangreinda bíla:
Audi TT
BMW Z3
Mazda Miata

Ég geri mér grein fyrir að þeir eru ekki í nákvæmlega sama flokki en engu að síður er þeir samanburðarhæfir að einhverju leyti. Endilega látið bara í ljós allar skoðanir ykkar um ofantalda bíla.

thatman - það er farið að styttast.