Ég lærði á Opel Astra 1600árg. 97 sem var algjör drusla. Hann var 1 árs og ekinn 35.000. Orðin útsjúskuð drusla strax. Síðan þá hef ég alltaf litið Opel hornauga og set spurningamerki við Opel gæði.
Ég var líka mjög óheppinn með ökukennara. Kenndi mér aldrei að bakka, lét mig keyra á alltof miklum snúningi alla tímana (yfir 3500 stundum)og virtist vera alveg sama um þetta allt. Talaði líka í símann stundum alla tímana.
Hann hrósaði mér heldur aldrei, hvernig sem gekk, (og ég var svo stressaður og eitt hrós hefði getað hughreyst mig) Ég hef bara svo lært með tímanum að bakka fyrir horn og inní stæði en þetta var mér ekki kennt ásamt öðru, s.s neyðarhemlun sem gaurinn minntist aldrei á. Náði samt prófinu.
Mér finnst að það ætti að leggja miklu meiri áherslu á verklega hlutann. Skriflegu prófin eru alltof tricky , ég féll tvisvar á þeim í einhverjum asnalegum gildrum.
Það ætti að gera mjög mikið átak í ökukennslumálum hérna finnst mér.
Ps: hafið þið tekið eftir þegar þið akið framúr ökukennslubílum, að ökukennararnir eru alltaf að blaðra í símann?? Finnst þetta mjög áberandi. Vantar eftirlit.