Ég lærði á Mitsubishi Galant 1989 módel (árið 1989) og ökukennarinn var frábær. Galantinn var skemmtilegur bíll en orðin doldið sjúskaður enda óvenju mjúkt stál í þessum bílum.
Ökukennarinn var hreint út sagt frábær, kenndi mér að aka á þjóðvega hraða (110 kmh), neyðarhemlun, slæd í snjó, handbremsubeygjur, bakka og taka 180 gráðu snúning, láta bíl renna í gang, bakka í kringum ljósastaura og svo margt að ég get varla talið það upp.
Ég þakka þessum ökukennara tjónlausan feril og minnist hans á hverjum vetri!