Ég ætlaði að froðufella þegar ég kom út frá Núðluhúsinu fyrir um klukkutíma síðan, tók eftir því að bíllin sem ég var að kaupa Corolla ´05 væri með tvær svartar rispur aftan á stuðaranum! Þá hafði einhver snillingur nuddað sér utan í stuðaran, þetta þýðir það að ég þarf að fara punga út einhverjum x pening til að láta sprauta stuðaran á bíl sem ég var að kaupa fyrir 2 vikum síðan!
Það er ekki sjéns að viðkomandi grasasni hafi ekki tekið eftir því að hafa rekist utan í bílinn! Og ennþá meiri snillingur að stinga af! Heldur fólk virkilega að það fari í fangelsi fyrir að keyra utan í kyrrstæðan bíl? Hvert fór heiðarleikinn? Mér finnst þetta ekkert annað en béskotans aumingjaskapur! Ég hef keyrt utan í kyrrstæðan bíl, ég hringdi á lögguna og hún kom og tók skýrslu og viðkomandi fékk tjónið bætt! Mér datt ekki í hug að keyra í burtu, fyrsta sem ég hugsaði var "hvernig myndi mér líða ef ég ætti kyrrstæða bílinn? Ég meina til hvers eru tryggingafélögin?
Maður verður svo reiður því það er til fólk sem er drullusama um bílana sína og þar að leiðandi heldur það að öllum öðrum sé drullusama um bílana sína! Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í þessu. Lenti í því að ég þurfti að borga 60 þús kr viðgerð á bíl sem ég átti, því það bombaði einhver framan á bílinn þegar hann var lagður í stæði í kringlunni. Var inni í 10 mín kom út og þar blasti við mér beyglaður bíll!
Þeir mega taka það til sín sem hafa keyrt utan í kyrrstæðan bíl og stungið af að þeir eru bannsettir aumingjar! Úff ég varð svo reiður þegar ég sá bílinn svona…. það sem gerir mig reiðan er það þegar fólk stingur af.
Ég vona að manneskjan sem gerði þetta sé með þvílíkt samviskubit!