Og Colin McRae er kominn í gang og greinilegt hvorn hann telur skæðari keppinaut í UK, Burns eða Makinen. Gæti líka vitað að sálfræðitaktík virðast ekki virka á Makinen en það hefur sannast í sumar að rausið í McRae fer rosalega í taugarnar á Burns.
McRae lét hafa eftir sér í blaðaviðtali nú í gær eða á sunnudag eitthvað í eftirfarandi dúr.
“It´s great driving for Ford 'cause it means I can drive Jags, Astons etc. The drivers I feel sorry for are the poor guys driving for Subaru”.
Til gamans má rifja upp að rétt rúmlega ári eftir að McRae gekk til liðs við Ford var hann spurður af blaðamanni hver væri skemmtilegasti bíllinn sem hann hefði átt. Hann svaraði um hæl: “Subaru 22B is the best road car I have ever driven”. Fordmenn urðu alveg brjálaðir og McRae var tekinn inn á teppið og var víst lesið ærlega yfir hausamótunum á honum. Kallinn hefur væntanlega ekki verið valinn starfsmaður mánaðarins næstu misseri eftir þessari uppákomu.
Svo má kannski einnig rifja upp að McRae á enn Subaru 22B bílinn sem hann fékk þegar þeir voru settir á markað en hann, Nicky Grist og Dave Richards fengu fyrstu eintökin. McRae varð reyndar að borga fyrir sinn bíl og var víst ekkert alltof kátur með það á sínum tíma…….