Um daginn lenti ég í því að vera stoppaður eftir að hafa verið með bílpróf núna í 5 og hálfan mánuð.
ég var eitthvað búinn að vera að drekka fyrr um kvöldið 7 bjóra og eitthvað smá hvítvín klukkan svona 9-10 og hætti þá bara að drekka um þetta leyti og var bara í gúddí fýling í partý þangað til það endar klukkan hálf 5.
Ég sest útí bíl (partýið var ekki langt frá heima frá mér) með félaga minum og við ákvöðum að fara niður í bæ og rúnta eitthvað. ég er þarna á suðurlandsbrautinni og mæti löggunni úr gagnstæðri átt. Hún byrjar að blikka ljósunum og elta mig ég snarstoppa og adrenalínið flæddi aldeilis um mig :P
en allavega þetta voru tveir kallar einn svona á 40-50. aldrinum og hinn örugglega ný kominn í lögguna. Þessi eldri byrjar eitthvað að spjalla í gegnum rúðuna bara “jæja blessaður hvað segir þú” svaka fínn við mig og eitthvað biður um ökuskírteini og það allt,(báðu mig ekki um að koma í bílinn sinn).
Síðan lét hann mig blása ég tek tyggjóklessuna út úr mér og byrja að blása frekar aumt. Kallin skellihlær “miklu fastar en þetta!” segjir hann :)
ég bara “æ fokk it” blæs almennilega og mældist 0.35 ég held það sé 0.50 sem má ekki vera með.
ég var djöfulli heppinn þannig séð og hann kemur með eitthvað annað tæki og lætur mig blása í það líka.
Ég spyr hann voða rólegur hvort ég hafi verið að gera eitthvað ólöglegt og hann svarar“ jaaa þú varst ekki með ljósin á og mældist á 16 yfir”
ég hugsa bara fokk eg fæ einhverja feita sekt.
spyr hann hvort ég fái sekt og hann svara “nei nei þetta er í stakasta lagi”. hvílíkur léttir “þú mátt bara ekki keyra bílinn núna ég læt bara félaga minn keyra bilnum að næsta bílastæði og skil ykkur eftir þar” ég svara “allt í fína”
og löggan sem keyrði bilinn minn var bara að spjalla um aflið í bílnum og eitthvað shit og hvað hann átti öflugan BMW 740 92' módel hvað sá bíll væri hraður upp í 100 og eitthvað mjög fín gaur.
svo segjir hann “já hey þið keyrið bara bílnum varlega heim þegar við erum farnir :P” svaka hress
svo leggjum við og hann fer í löggubílinn og segja bara bless og við kveðjum og löbbum einn hring kringum hús þarna og förum í bílinn aftur og keyrum heim. :D
Ég held að löggan sé að gefa svona unglingum smá break af því að þeir eru svo vitlausir og eru ekki búnir að fatta hvað getur gerst. Ég lærði mikið af þessu og ætla að hugsa aðeins betur útí mín næstu fyllerí. Svona lúxus löggur koma örugglega ekki næst.
Vonandi fær þetta ykkur eitthvað til að hugsa líka.
ALDREI AÐ KEYRA FULLUR ég slapp með skrekkinn.