OK golf eru fínir bílar í akstri og ágætlega hentugir og allt það þægilegir en..
ef það bilar eitthvað í þeim þá er það einhver heimskulega fáránleg bilun
minn er á verkstæði núna. málið er að ég komst aldrei hærra en 3500 snúninga gat bara ekki gefið í.
það sem var að er Skynjari í hjólunum sem skynja hvað þau snúast hratt og þannig bíllinn skynjaði að eg væri í 6000 snúningum þegar eg var einungis i 3500.
Svona skynjari er ekki til á landinu svo ég þarf að bíða í smá tíma eftir að þetta mæti til lands Þetta er OF pirrandi ég varð brjálaður þegar ég heyrði gæjann á verkstæðinu segja þetta í símann.
Golfinn er 2001 keyrður núna 85 þús.
Golf eigendur og aðrir endilega segjið frá ef þið hafið lent í eða vitið um svona tilfelli