Nei. Ef þú borgar fulla sjálfsábyrgð fellur tjónið á tryggingafélagið þitt.
Ef þú ert með sjálfsábyrgð upp á 30 þúsund og einhver kemur og skemmir bílinn þinn, þá þarftu að gera lögreglu skýrslu og fara með það inn til tryggingafélags þíns og borga 30 þúsundin og þeir taka svo tjónið á sig.
Bætt við 21. febrúar 2007 - 18:37 Notabene: Því hærri sjálfsábyrgð, því betra.
Tryggingum er skift í flokka. Þar er sjálfsábyrgðin t.d skylda að borga. Svo er kaskó og bílrúðutrygging og eitthvað annað sem er valtrygging.
Í raun er bara slysatrygging ökumanns skyldutrygging en sjálfsábyrgð er hlutur sem allir borga, bara mismikið. Það kemur svo fram á þessum yndislegu iðgjöldum sem ég var að fá í hendurnar :@
Aiwa, það sem þú ert að lýsa þarna er kaskótrygging. Eins og lesa má á heimasíðum tryggingarfélaganna, þá þarftu kaskótryggingu, til að fá tjón á þínum bíl bætt við tjón. Það er að segja, ef einhver skemmir bílinn þinn, og hann næst ekki/eða er ekki borgunarmaður fyrir tjóninu. Þá situr þú uppi með tjónið, nema að þú sért með kaskótryggingu. Sama gildir ef þú veldur tjóninu. Kveðja habe.
Hvernig færðu út að hærri sjálfsábyrgð sé betri? Það þýðir að þú þurfir að borga meira!
t.d. ef ég lendi í því að tjóna bílinn minn upp á 200þ og sjálfsábyrgð er 80þ þá þarf ég að borga 80þ og tryggingar rest, s.s. því lægri sjálfsábyrgð því betra, allavega vill ég ekki vera borga meira en ég þarf.
Lögboðin ábyrgðartrygging, borgar eingöngu það tjón sem þú veldur öðrum með notkun bifreiðarinnar. Svo ef bílinn þinn verður fyrir skemmdum, þá þarftu að vera með kaskótryggingu, svo að tryggingarfélagið þitt borgi tjónið. En auðvitað þá ber þeim sem veldur tjóninu að bæta það, en hvort þeir náist og séu borgunarmenn fyrir tjóninu, er svo annað mál. Kveðja habe.
Svo fremri sem þú borgar fulla sjálfsábyrgð á tryggingarfélagið þitt að greiða tjónið. Kanski að það sé meðfylgjandi kaskóinu. Þekki þessi tryggingamál ekki nægilega vel til að segja fullkomlega til um það.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..