Halló, ég verð bráðum 16 ára og nýlega hef ég verið að pæla mikið í öllu sem varðar ökukennslu og langar að verða mér um eins miklar upplýsingar um þetta og hægt er. Getur einhver vitri en ég, svarað nokkrum hlutum varðandi þetta sem ég hef verið að velta fyrir mér.

*ég er fæddur '91 en ég hef heyrt að bílprófs aldurinn sé að vera hækkaður uppí 18 ára. Semsagt þeir sem eru fæddir 1992 lenda í þessu að taka það 18, en ekki ég. Ég tek það samt nokkrum mánuðum eftir að verða 17 ára svo að ökukennarar séu ekki starfslausir í heilt ár… er þetta rétt og ef svo hversu margir mánuðir bætast við?
*Hvað er það fyrsta sem ég get byrjað að læra eftir að verða 16? Er það að foreldrar manns mega kenna manni e-ð með leyfi frá ökukennara? það væri annars fínt að fá að vita í hvaða röð það er sem ég má byrja að læra…
*Hvernig velur maður sér ökukennara og á ég og foreldrar mínir að nálgast einhvern kennara og fá leyfi hjá honum svo þeir geti kennt mér, eins og ég minntist á áður?
*Hversu dýrar eru bílatryggingar og hvernig er hægt að miða þær við einhvern sérstakan bíl?

Peace