Staðan eftir Leg 2
Grönholm / Peugeot
Burns / Subaru
Auriol / Peugeot
Rovanpera /Peugeot
McRae / Ford
Makinen / Mitsubishi
Grönholm er hér í sérflokki þrátt fyrir að hafa lýst því yfir í gær að hann væri að keyra eins og amma sín.
Af þeim 4 sem eiga mestan séns á heimsmeistaratitlinum hefur Burns verið að ganga best.
McRae ræsti fyrstur inn á Leg 2 sökum þess að hann mætti of seint til að velja sér rásstað og því lenti hann í því að sópa mölinni af veginum fyrir þá sem komu á eftir. Mjög sérstak efni á þessum malarvegum í Ástralíu, mest svona litlir kringlóttir steinar svipaðir og Coca Puffs í laginu. Og menn geta rétt ímyndað sér hversu erfitt væri að keyra á öðru hundraðinu á vegi sem væri þakinn glerhörðum Coca Puffs kúlum ;).
Makinen er enn meiddur í baki eftir veltuna á Korsíku.
Sainz keyrði á og skemmdi afturhjólabúnað þannig að annað afturdekki snerist í 90 gráður og stóð þannig fast. Komst þó inn á viðgerðasvæði en keyrði drjúgan spöl með lögguna með blikkandi ljós á eftir sér.
Miða við svipaða lokaniðurstöðu þá stefnir í rosalegan slag um heimsmeistaratitilinn milli McRae, Makinen og Burns í lokaumferðinni í UK eftir 2 vikur.