Kannski heimskuleg spurning en einhvernvegin verður maður að komast að þessu. :-)
Hvenær er dekk low profile? Er það t.d. ákveðið hlutfall á breidd og lengd/hæð á brún dekksins? Er það bara brún dekksins? Eða er þetta bara ákveðið matsatriði?
Ég var t.d. með 185/60R14 dekk á bíl sem ég átti og það hefur líklegast verið á mörkunum. Ætli 55 section dekk og minna sé ekki low-profile? Samt ef maður er kominn í einhverjar svaka breyddir þá er 55 ekkert sérstaklega lágt…
Þetta er asskoti góð spurning! Sko, ef við lítum á hvað er örugglega low profile þá er 55 það örugglega á dekkjum undir 195 á breidd, 50 á 195-215 ætti að geta talist low profile líka. Í stærri en 215-235 myndi ég telja 45 örugglega low profile og eftir það ertu með 40-35-30 og það er pottþétt low profile.
Mér dettur hinsvegar eitt í hug hvort það sé eitthvað samband milli loftþrýstings og low profile, því lægri dekk því meiri þrýstingur og því sé kannski ákveðin þrýstingur “low profile”, bara vangaveltur annars.
Kíkti aðeins á síðuna frá Harvard og var ekki alveg að skilja tölurnar þangað til ég skoðaði urlið og textann aðeins betur. Þetta miðar allt við mótorhjól! :-)
Þetta svaraði ýmsum hlutum samt og líklega er bara málið að þetta er að mestu leiti huglægt mat hvort dekk sé low profile eða ekki. Og þá semsagt huglægt hjá framleiðanda hvort hann kalli dekkið low profile eða ekki..
Eða eins og segir í Harvard textanum:
"It [the profile] is affected by several elements: the aspect ratio, the wheel width, the width of the tire, and the manufacturers intentions for the tire all affect the profile."
Takk fyrir góð viðbrögð og áhugaverðar pælingar. Þessar pælingar eru kannski efni í grein. :-)
Pabbi átti dekkjaverkstæði þangað til fyrir stuttu og hann sagði mér að allt fyrir neðan 65 seríu (þ.e. 65mm á hæð) og hún meðtalin séu flokkuð sem Low-profile og breytir þá litlu um hvað þau eru breið en þetta hugtak virðist nú orðið vera tengt 215/55 dekkjum eða þaðan af lægri eða breiðari.
Bara benda á eitt, 65 sería er ekki 65mm á hæð. Hún er bara prósentan af breiddinni, t.d. ef dekk er 185/65 þá er það 185mm á breidd, hæðin er svo 65% af breiddinni eða um 120.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..