Ég var að enda við það horfa á nýjasta þátt af Top Gear og þar var bíll af gerðinni Bugatti. Þeir prufukeyrðu hann á einhverri braut í Þýskalandi, löng, bein og þú kemst andskoti hratt þar á rétta bílnum. Það er einmitt sem ég ætla tala um, þegar þeir prufu keyrðu bílinn komu þeir honum uppí 253 miles per hour eða um 407,6 km/klst. Eftir þetta var maðurinn spurður (James, einn af þrem kynnum Top Gear) hvort bílinn réði almennilega við þetta. Hann sagði að eina sem var að var þegar hann var að hægja á sér þá vaggaði bíllinn svolítið. Ég veit ekki með ykkur en að mínu mati hlýtur þetta að vera andskoti sterkur bíll ef hann þolir þennan hraða.
Bætt við 6. febrúar 2007 - 22:19 Þess má geta að bílinn er factory made. Ekkert breytt, engin uppfæring eða neitt.