Ég og pabbi minn ætlum að fjárfesta í einhverjum bíl á undir milljónina saman þegar ég fæ bílpróf.

Ég er búinn að skoða www.bilasolur.is og www.live2cruize.com til að fá hugmyndir af bílum og verðið á þeim.

Oftar en ekki rekst ég á einu fallegustu bílum í heimi (finnst mér); Alfa Romeo 156 2.0 T-Spark.
Mig langar alveg óeðlilega í svoleiðis ítalskt dýr og hef ég séð nokkra svona til sölu á þokkalegu verði. Ég veit alveg að svona bílar ásamt öðrum Alfa Romeo bílum falla alveg hrikalega í verði og bila alveg hrikalega svo að ég spyr ykkur sem hafa reynslu og kunnáttu:

Eru það mistök ef við pabbi kaupum einn svona?



Svo í endann ætla ég að spyrja ykkur, hvernig bíl ætti ég að fá mér í sumar (fyrir utan Ölfuna þ.e.a.s.)? Ég vil taka það fram að ég vil endilega fá smá afl (allavega yfir 100 hp, helst meira) svo að ég geti leikið mér hóflega og ég vil ekki jeppa né amerískan bíl.

Fyrirfram þakkir, Sindri.