Á miðnætti í kvöld ganga í gildi ný lög um handfrjálsan búnað og verður þá óheimilt að tala í GSM síma undir stýri án þess að nota handfrjálsan búnað. Lögin hljóma svona:
Lög um breyting á umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987.
1. gr.
a. Á eftir 47. gr. laganna kemur ný grein, 47. gr. a, svohljóðandi:
Ökumanni vélknúins ökutækis er við akstur óheimilt að nota farsíma án handfrjáls búnaðar.
Dómsmálaráðherra getur sett nánari reglur um notkun annars fjarskiptabúnaðar og svipaðs búnaðar við akstur.
b. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Notkun farsíma og annars fjarskiptabúnaðar.
2. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. nóvember 2001. Eigi skal refsa fyrir brot gegn 1. gr. fyrr en ár er liðið frá gildistöku laganna.
Samþykkt á Alþingi 20. maí 2001.
Ekki verður byrjað að sekta fyrir brot á þessum lög fyrr en eftir ár en menn geta átt von á því að vera stoppaði og áminntir af lögreglunni.