Ég hef það í hyggju á næstu vikum að semja greinar um hvern einasta ökuréttindaflokk (frá A til T), kröfurnar sem eru gerðar til prófs, ca. kostnað, o.fl.
Flokk A til T? Eru flokkarnir ekki bara A, B, C, D, BE, CE, og DE? Endilega skrifaðu um þessa flokka og fræddu okkur… ég hef til sæmis bara heirt um þessa flokka og væri gaman að læra um hina:) En gætirðu nokkuð talið þá alla upp hérna bara svona til að svala forvitni minni?
Bætt við 31. janúar 2007 - 01:28 sry ariel… ætlaði ekki að svara þér:/
A (lítið próf), A (stórt próf), B, BE, C, C1, CE, C1E, D, D1, DE, D1E, M, T, 95, 400, 425, 450 (og fyrir ökukennara eru einnig réttindi 500, 525, 530, 540, 550 og 575).
Ég er að semja grein um þessa flokka, sem sennilega verður í nokkrum hlutum.
Ég skoða þetta áhugamál ekki neitt, sá þennan kork bara af Nýjustu Umræður á forsíðunni en mér finnst þetta góð hugmynd. Jafnvel þó fólk skoði ekki áhugamálið þá er alltaf einhver að fara að taka bílpróf og þá væri gott að geta fundið upplýsingar um þetta auðveldlega.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..