loftsíur gera einmitt það sem orðið gefur í skyn, síar loftið, tekur ryk, sand og annan óþverra sem ekki má koma inn á vélina.
menn hafa verið að setja “kraftsíur” í bílana sína sem flæða meira, en það hlýtur bara að segja sig sjálft að þær flæða meira sökum þess að þær sía ekki eins vel og pappasíurnar.
forþjöppur eru sniðugur búnaður. til eru tvær tegundir, annarsvegar pústforþjappa (turbína) og keflaforþjappa (supercharger/blower) og virka þær þannig að túrbínan notar pústið sem kemur úr vélinni til að snúa viftuhjóli sem snýr öxli sem aftur snýr öðru hjóli sem þjappar loftinu inn í brunahólfið, þetta þýðir einfaldlega það að meira loft kemst inn í brunahólfið og þar af leiðandi er hægt að brenna meira af bensíni. kefla blásarinn virkar nákvæmlega eins nema að hann notar reim tengda sveifarás til að knýja áfram þjöppunina.
pústkútar er ekkert annað en kútur sem að endurvarpar hljóði til og frá til að draga úr styrk hljóðbylgja til að minnka hávaða. við þetta þvers og kruss af hljóðbylgjum myndast örlítil þrenging fyrir pústloftið sjálft en hún er vart mælanleg. sumir halda að með því að setja pústkúta sem dempa hljóðið ekki ein mikið fái þeir aukið afl í bílinn, þetta er kjaftæði, eða aflið svo lítið að það er ekki merkjanlegt. hinsvegar virkar oft að setja víðara rör allt frá pústgrein og allveg aftur í púststútinn, það er, þá þarf mótorinn síður að þrýsta pústloftinu út úr pústkerfinu og flæðir það mun einfaldar um kerfið.
vona að þetta skýri eitthvað út fyrir þér út á hvað leikurinn snýst :D
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“