Sælir.

Ég er eigandi að bíl, Toyotu Corollu S/D Terra, 2000 árgerð, sem er með 1,6 lítra vél og er 110 hestöfl. Vélin er Z týpa (minnir mig) og er búinn tímakeðju í stað tímareimar.

Mig langar að spyrja ykkur að því hvenær æskilegt er að skipta um tímakeðju í slíkum bílum? Bjartsýnustu svör sem ég fékk (sem var frá viðgerðarmönnum í Toyota umboðinu) var að keðjan ætti að endast yfir milljón km, en þeir svartsýnustu telja að komið sé að skiptum við 180 þúsund km. Nú langar mig að fá álit ykkar á því hvenær hentugast sé að skipta.

Bíllinn er keyrður tæplega 118 þús þegar þetta er skrifað.