kjánaprik :P
Grand Cherokee ‘93-’98 (ZJ týpan) fékkst með 5.2 (318 cid) V8, sem er 220 hestöfl
Árgerð ‘98 og aðeins ’98 fékkst einnig með 5.9 (360 cid) V8, sem er 245 hestöfl og togar heilan helvítis helling. Eru að mér skilst mjög skemmtilegir með þessari vél og hafa verið að gera skuggalega góða hluti á kvartmílubrautum úti.
Svo voru þeir auðvitað með 190 hestafla línu sexunni, 4.0.
1999 kom síðan næsta gerð af Grand Cherokee, sem kallast WJ. Þeir voru með 4.0 sexuna, 190 hestöfl og glænýrri V8 frá Chrysler, sem var 4.7 lítra og skilaði 235 hestöflum. Þrælskemmtileg vél alveg hreint og ég hef náð svoleiðis bíl niður í 14 lítra innanbæjar, hann er vanalega í 19-21.
2005 kom núverandi gerð, WK. Þeir eiga að vísu mjög lítið skilt með eldri Cherokeeunum, eru algjörlega öðruvísi að nánast öllu leiti.
Þeir eru með 3.7 V6 sem ég veit ekkert um, 4.7 áttunni og 5.7 HEMI sem skilar 345 hestöflum.
Og þar hafiði það.