Já það þarf að skipta um tímareim eftir x marga km, eða x mörg ár, hvort sem kemur fyrr. Ástæðan er að gúmíið í reiminni eyðileggst með árunum.
Varðandi hversu langan tíma má láta líða á milli skipta, er misjafnt eftir bílum. Ég má keyra minn bíl í 150 þús km eða 10 ár, áður en ég þarf að skipta um tímareimina.
Svo ég mæli með að hringja í viðkomandi umboð og spyrja þá hversu oft þarf að skipta um tímareimina.
Kveðja habe.