Eins og flestir hérna hafa svarað hérna undir
“vantar meira upptak” og fleira..
þá er gott að vita eftirfarandi hluti.
Hann er ekki Túrbó, og hefur takmarkað upptak útaf 1300cc vélinni, en hann kemst alveg “nógu” hratt
Bíllinn er í fullkomnu jafnvægi, það er 50:50 milli fram og afturparts.
Bíllinn hefur 1300cc Wankel 2snúða vél með 231 hestafl við 6800 snúninga en fer mest í kringum 9000 snúninga eða meir.
Vélin er mjög viðkvæm og þarf að vera góður við hana svo hún verði góð við þig. þ.e leyfa henni að hita sig rétt upp, hafa hana heita og góða þegar þú ferð að “leika”..
all in all, er þetta Frábær bíll, svínliggur á malbikinu og ekki skemmir afturhjóla drifið fyrir, best að fá það læst svo þú náir einhverju gripi í beygjum og eða snjó.
Ef þú ert enn að spá í upptakinu, þá er verið að þróa túrbókerfi í hann (Blitz og Greddy komnir með eitthvað í bílana) en þá erum við að tala um dýra pakka og þá allsherjarpakka því Factory pakkningarnar þola ekki þrýstinginn af túrbínunni.
getur annars notið þín með því að kíkja á www.brimborg.is og skoðað Mazda =)