Ég las nú bara svar þitt núna, en ekki mitt gamla þó ég muni það ekki alveg, en ég svara þessu svari hérna:
Það fer ekkert meiri peningur í að laga vegi sem eru eknir eftir flutningabíla frekar en fólksbíla. Viðhald á vegum er ekki mikill peningur úr ríkissjóði og væri minni ef þeir myndu nú koma malbiki eða bundnu slitlagi á sem flesta vegi á hringveginum.
Að setja einn gám á skip tekur ekki langann tíma, þ.e ef þeim er raðað óformlega. En veistu hvað það tekur langann tíma að fylla gám, hífa um borð í skip, sigla á Vestfirði, landa gámunum og tæma? Alveg hálfa viku og upp í heila, fer eftir magni af gámum í flutningi.
Ég vinn nú vinnu þar sem ég sendi mjög mikið af hlutum á Flytjanda, Landflutninga Samskipa og Aðalfluttninga, og er þeirra afgreiðsla í garð míns fyrirtækis til meira en sóma. Ef við sendum hlut til Akureyra í hádeginu er hann kominn norður seinni partinn.
Þú ert nú eitthvað að misskilja með mengunina. Á meðan einn flutningabíll full-lestaður fer með um 300 lítra af olíu (Gróft giskað, fer eftir bíl og aksturshætti) þá er skip að fara með þúsundir lítra til að koma 2000 hestafla vél sinni áfram. Og engri smá olíu, því hún er eiginlega jafnþykk og tjara. Í raun bara tjara í fljótandi formi og sjóðandi heit.
Þetta með vegina sem þarf að laga fyrir stóra bíla… hefur þú keyrt eftir Krísuvíkurveginum? Þar eru eiginlega einungis þungaflutningar á ferð, og sama malbikið er búið að vera þar í um 10 ár mest allann kaflann. Í raun endist það betur heldur en margar götur víða um land. Ég skal viðurkenna það að vegurinn er orðinn lélegur núna, enda er viðhaldið ekki búið að vera gott á honum. Mér finnst þessi vegur bara sanna það að fullyrðigarnar um að stórir bílar slíti og eyðileggi vegi meira en fólksbílar bara dæmi um það hvað fólk bullar alveg rosalega mikið um hluti sem það veit ekkert um.