Kúpplingslykt orsakast af því að hún er að verða léleg og/eða þú sést búinn að snuða bílinn mikið.
Þú sést að spóla í of háum gír eða mikið á þurru malbiki. Þessi ógeðslega lykt kemur af kúplingunni sjálfri þegar hún er búin að hita mikið og spænast upp.
Það fer mjög illa með kúplinguna að snuða hana og getur jafnvel skemmt hana. Lyktin getur setið í bílnum í marga daga.
Ég festi mig einu sinni á beinskiptum bíl og hamaðist vel í bakkgírnum að reyna að losa bílinn. Lyktin var hreint hrikaleg og var í bílnum þangað til ég seldi hann mánuði seinna… :)