Þann 6. september var samþykkt í samgönguráðuneytinu reglugerð nr. 760/2006, Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 501/1997 um ökuskírteini.
Nú ætla ég að útskýra á “nokkurn veginn mannamáli” hvaða breytingar þessi breytingareglugerð hefur í för með sér.
ATH! Ökuréttindi til vöruflutninga er á þessum korki EKKI það sama og ökuréttindi til vöruflutninga Í ATVINNUSKYNI. Sama gildir með farþegaflutningana.
* Ákveðið hefur verið að taka upp ökupróf fyrir þá sem ætla að öðlast ökuréttindi til vöruflutninga í atvinnuskyni. Er það sett upp með svipuðum hætti og núverandi ökupróf til farþegaflutninga í atvinnuskyni. Frá 10. september 2009 verður sá sem ætlar að stunda vöruflutninga í atvinnuskyni að verða a.m.k. 21 árs, en ekki 18 ára eins og áður var. Ennþá má taka ökupróf í flokki C 18 ára, en þá án atvinnuréttinda. Eftir 21 árs aldur er leyfilegt að taka saman ökupróf til vöruflutninga og ökupróf til vöruflutninga í atvinnuskyni. Þeir sem að tóku próf til vöruflutninga fyrir áðurnefnda dagsetningu, öðlast sjálfkrafa réttindi til vöruflutninga í atvinnuskyni.
* Frá 10. september 2009 verður sá sem ætlar að stunda farþegaflutninga í atvinnuskyni að verða a.m.k. 23 ár, en ekki 21 árs eins og áður var. Ennþá má taka ökupróf í flokki D 21 árs og í flokki D1 18 ára, án atvinnuleyfis. Eldri réttindi skerðast ekki.
* Þeir sem ætla sér að halda atvinnuréttindum við ökuréttindi sín í vöruflutningum og/eða farþegaflutningum, verður frá 2011/2012 gert skylt að sækja endurmenntunarnámskeið á 5 ára fresti til að fá að halda atvinnuréttindum sínum. Eftir að hafa lokið námskeiðinu leggur viðkomandi fram staðfestingu um það til sýslumanns/lögreglustjóra og fær endurnýjað skírteini sitt. Til að halda ökuréttindum sínum til vöruflutninga og farþegaflutninga án þess að það sé í atvinnuskyni þurfa að endurnýja á 10 ára fresti eftir sem áður.
Nánar má lesa um þetta í uppfærðri reglugerð nr. 501/1997 um ökuskírteini í útgáfu Umferðarstofu, hér (Pdf skjal).