Þetta er góður díll fyrir svona bíl hugsa ég. En það kviknaði spurning hjá mér, afhverju vill hann selja svona ódýrt? Þá leitar maður eftir svörunum; meðferð á bílnum.
Þó þetta sé góður díll er hundfúlt að vera að fara eyða einhverjum meiriháttar fjármunum í viðgerðir sem hefðu borgað sig með því að leita aðeins betur eftir bíl.
Skoðaðu smurbókina og athugaðu hvort hann hafi ekki verið smurður reglulega á faggiltum smurtöðvum (5-8 þúsund km, fer eftir olíu), er ekki örugglega búið að skipta um tímereim, það er mjög mikilvægt! og ef þú ert alvarlega að spekúlera í bílnum þá skaltu fara með hann á skoðunarstöð og láta ástandskoða bílinn eða kríja það úr félaga þínum að láta skoða bílinn fyrst.
Ég verð nú samt aðeins að gera athugasemd við það sem kollegi minn sagði hér að ofan að 150 þúsund km væru mikið fyrir svo “nýjan bíl”. Það verður auðvitað að gera sér grein fyrir því að hann er að verða 7 ára gamall. 25 þúsund km á ári telst að vísu yfir meðallagi en það er skiljanlegt ef viðkomandi aðili á heima fyrir utan bæinn og stundar nám eða vinnu í bænum.
Svo ég bendi þér nú á eitt þá felst góð meðferð ekki einungis í því að bóna bílinn sinn einu sinni í viku og smyrja reglulega. Það er svo margt meira en það. Þó það segi margt um eigandann og viðhald bílsins ef hann er hreinn og vel til fara þá felst góð meðferð m.a í eftirfarandi:
- Aksturslag. Hvernig keyrir hann bílinn. Er það subjectið að skemma hann eða njóta þess að aka um og fara vel með bílinn. Keyrir hann harkalega eða “mjúkt”
- Viðhald. Er bílnum vel til haldið? Þar kemur að því sem ég nefndi áðan, er hann smurður reglulega, þrifinn og bónaður, fylgst með olíu og öðrum vökvum og passað upp á að ekkert vanti? Fær bíllinn það sem hann þarf?
- Bilanir. Sé viðhald ekki í lagi á bíllinn það til með að bila. Er skipt um það sem skipta þarf?
Ég vona að þessir punktar hjálpi þér aðeins varðandi umhugsun á kaupum á bílnum. Getur spurst frekar um hér eða sent mér línu ef þú villt fá frekara svar. Það stendur svo sem ekki á svörum frá mörgum notendum.
Þú gleymdir að nefna að bíllinn er á álfelgum :)