MMC tilkynnti í dag að þeir hefðu tryggi sér þjónustu Alister McRae og Francois Delecour og verða þeir aðalökumenn liðsins árið 2002.
Þar með er ökumannasskipan fyrir næsta tímabil orðin nokkuð ljós og verður athyglisvert að fylgjast með Alister McRae nú þegar hann er loksins kominn á alvöru bíl en hann er eins og kunnugt er bróðir Colin McRae fyrrverandi heimsmeistara í ralli.