Bentley Continental GT, sá hann í London og Bulgaríu.
Porsche 911 Turbo, séð þá á Íslandi, Búlgaríu.
Audi RS4, Búlgaríu, þrír bílar allir svartir við sama húsið.
Audi S4 Cabrio, Búlgaríu. Stóð fyrir utan hótel eitt kvöldið. Stóð þar í nokkrar mínútur og starði á innréttinguna.
Audi A8 W12, Íslandi. Kannski ekki exotic en djöfulli flottur bíll.
Audi A6 S bodykit Búlgaría.
Ferrari F40, London. Snéri mig út hálslið.
Ferrari 360 Spyder, sá í London, eina skiptið sem enginn var með myndavél.
Ford GT, sást á Akureyri
Maybach 62, sá 3 í röð í London.
BMW M6, Búlgaríu
Rollce Royce Phantom, Búlgaríu.
Það var helvíti nett að gista á hóteli sem mafían átti í Búlgaríu. Nóg af bílum. Maður gat bara staðið á svölunum allan daginn og horft á bílana sem keyrðu framhjá.
Auk þess var eitt hótel niður við ströndina þar sem sverustu týpur BMW, Mercedes og Audi var lagt allan daginn.
Bætt við 26. desember 2006 - 15:39
Svo er ég að gleyma Aston Martin DB9.
Einnig fullt af Benzum, kann lítið á týpurnar þeirra en örugglega margir stórmerkilegir. Fyllti einnig á Mercedes Benz SLK. Var með AMG felgur og body. Spurði kallinn hvort þetta væri í raun AMG. Hann sagði: “Nei, æji ég lét mér þetta bara nægja”