þú ert allt of þýskur maður, kompressor er nú bara forþjappa, til eru pústdrifnar og reimdrifnar forþjöppur (til að halda þessu öllu íslensku).
svo svona til gamans þá þekkist reimdrifin forþjappa jafnan sem supercharger á ensku en pústdrifin forþjappa sem turbo eða bara túrbína eins og hún hefur verið hálfíslenskuð.
túrbína virkar svo þannig að þegar afgasinu af vélinni (pústið) er þrýst út með styplunum snýr hann svokölluðu túrbínu hjóli, sem er bara nokkurskonar vifta, þetta hjól er tengt öðru hjóli sem er einnig eins og nokkurskonar vifta og hún þjappar meira lofti inn á vélina en ella og þar með er hægt að setja meira bensín inn í brunahólfið þar sem meira er af súrefni til að bindast koflefnissameindum bensínsin (til að taka þetta aðeins úr formlegheitunum er hægt að kalla þetta mjög eðlilegan bensín bruna :P). ókostur túrbínu er sá að hún hitar loftið en sameindir í heitu lofti taka einmitt meira pláss en sameindir í köldu lofti og er því minna af O2 súrefnissameindum og því minna af bensíni sem hægt er að brenna. þessu er reddað með millikæli (intercooler) en hann kælir loftið og þarmeð fjölgar hann súrefnissameindum per líter
vá þetta er allt of formlegt :S
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“